Þessi sem var skrifuð heima..

Nú sit ég heima við eldhúsborðið á Sandbakkaveginum klukkan tvær mínútur yfir eitt að nóttu, daginn áður en lagt er af stað í ferðalagið ógurlega.

Í dag er 28. desember (tæknilega 29.) og á morgun ætlum við mæðgur að leggja land undir fót og keyra til Reykjavíkur þar sem við ætlum að eyða áramótunum. Ég ætla að rokka hjá ömmu Siggu á Grænlandsleiðinni þetta gamlárskvöld eins og ég hef gert í gegnum árin. Svo verður haldið í nýársveislu hjá Gísla frænda í Sólheimunum daginn eftir. Svo örla morguns þann 2.janúar á splunkunýju ári verður mér hent til Keflavíkur þar sem ég mun fljúga til London kl.08:30 (ef ekkert bregst) og bíða þar í ekki nema sjö klukkutíma og fljúga svo þaðan til Nairobi í Kenya, en þar lendi ég kl.06:30 að staðartíma. Ekki nema 21 tíma ferðalag, ef ekkert bregst (sjö, níu, þrettán). Í Nairobi bíður svo eftir mér einhver félagi með skilti með African Impact logoi og nafninu mínu sem keyrir með mig til Limuru, sem á að vera einn eða einn og hálfur klukkutími á leið, fer eftir traffík.

Í dag er ég búin að fara á bókasafnið og fá að prenta út flugmiðana mína og ljósrita vegabréfið mitt og bólusetningarskráningabókina mína. 
Svo fór ég í bankann og tók út nokkra bandaríska dollara, en til gamans má geta að í veskinu mínu eru nú krónur, dollarar og tyrkneskar lírur (sem hafa þar verið síðan í útskriftarferðinni til Tyrklands í maí).
Svo plöggaði ég lyfseðil fyrir malaríulyfjum sem ég á víst að sækja í Reykjavík. Hverjum hefði grunað að Hornfirðingar hafa ekki miklar áhyggjur á að fá malaríu, og þess vegna apótekið hér tómt í þeirri deild?
Svo fórum við í leftover hangikjöt til ömmu sem bauð okkur í mat því ískápurinn á Sandbakkaveginum er svo gott sem tómur en þar búa ekki nema tvær þrjóskar mæðgur sem vilja ekki koma heim um miðjan febrúar með ískáp fullan af súru gumsi og hafa því ekki farið í búð síðan á þorláksmessu.
Svo byrjaði ég að henda í tösku (já, ég er gæinn sem gerir það aldrei fyrr en daginn áður) og reddaði svo jólagjöfum þeirra sem voru svo óheppnir að lenda í jólaskrímslinu mér sem var hatin' á jólin þangað til á aðfangadag og ákvað þess vegna að henda bara nokkrum áramótagjöfum í þá Reykvíkinga sem geta bara sjálfum sér um kennt að búa svona langt í burtu.
Svo kvaddi ég vinkonur mínar með tárin í augunum þótt ég verði bara í burtu í sex, sjö vikur, sem gæti alveg eins verið sex, sjö ár fyrir fólk sem hangir saman allan daginn, alla daga (þökkum guði fyrir vini í atvinnuleysinu).

Ég kunni ekki við að blogga ekki áður en ég færi af stað þannig að eins áhugaverð og þessi færsla var, fékk hún að vera sú fyrsta. Ég hefði ekki verið svona lengi með hana ef það hefði ekki verið fyrir einhvern klikkaðann kött sem finnst svona líka gaman að bíta í borðana á jólagjöfunum sem liggja hér út um allt eldhúsborð og ákveður svo alltaf að leggjast beint milli mín og tölvunnar eða bara beint ofan á lyklaborðið.

Ég vona að ég nái að henda eitthverju hér inn meðan á dvölinni stendur. En ég er samt alltaf gæinn með ferðadagbókina sem skrifar á hverjum degi allt sem gerist þegar ég fer til útlanda þannig að ef það kemur ekki jafnóðum inn á netið, þá er það allt skrifað einhversstaðar og verður hent inn þegar ég kem heim. Lofa.

Þá er það bara sturta, sofa, vakna, Reykjavík.
Þangað til næst, hvenær sem það verður.

Sigríður Ólafsdóttir


P.S. Ég vil minna á aðrar síður sem ég á sem gætu fengið eitthverja athygli ef þessi fær enga.

www.facebook.com/1wayticket2iceland
www.twitter.com/1wayticket2ICE
www.dailybooth.com/1wayticket2iceland

Rock on.

Picture_011[1]

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aaaaa ég elska ferðadagbók Siggu. Sko miðað við lengd 10 daga Tyrklandsferðadagbókarinnar, þarftu þá ekki að gefa Keníadagbókina út í mörgum bindum? Það yrði metsölubók, án efa. Hlakka til að lesa ferðafréttir frá þér. Ofboðslega rosalega góða ferð og gangi þér vel ;)

Fanney Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 02:21

2 identicon

Sigga! Ég hef nú þegar sett þessa vefsíðu í "favorites" í toolbars. Ég ætla sko klárlega að fylgjast með, og í hvert skipti sem ég fæ Africa með Toto á heilann, eða Waka waka, þá skal ég hugsa til þín því þú verður í Afríku. AFRÍKU! Ekki nema þú sért bara að þykjast eins og í "Samantha Who?" það var fyndið, ekki fyrir þá sem hafa aldrei séð "Samantha Who?". En góða ferð! :D 

Þyrí Imsland (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 02:31

3 identicon

Æjj elsku Sigga! Vá hvað ég er glöð að hugsa til þess að fá smá blogg frá þér á meðan þú verður þarna úti...ef bloggin verða jafn skemmtileg og ferðadagbókin í Tyrklandi, þá verður mér líklega mjööög skemmt á meðan ég fylgist með þér hérna. Annars vil ég bara segja góða ferð og góða skemmtun Sigga mín, hlakka til að fylgjast með þér. :)

Særós (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 12:14

4 identicon

Ví verður æði að fylgjast með þér hérna, hlakka til að fá næsta blogg, svo gaman að lesa eftir þig :) Knús sæta stelpa!!! :*

Selma (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 12:49

5 identicon

Ég bíð spennt, þessi síða verður skoðuð daglega á meðan þú verður þarna úti þannig að eins gott að þú standir þig í þessu ;)

Ósk (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 21:13

6 identicon

Sæl elskan. Æðislegt að fylgjast með ferðasögunni. Bíð spenntur eftir næsta bloggi. P.S. Ekki spara myndatökurnar.Kv.Pa

Ólafur Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband